Menntun og inngilding flóttafólks með sérstaka áherslu á börn og ungmenni

Markmið

Inngilding

Markmið rannsóknarverkefnisins eru að rannsaka með gagnrýnum hætti aðlögun flóttabarna og -ungmenna á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, skipulag náms þeirra og hvernig hugað er að vellíðan þeirra í félagslegu umhverfi og námsumhverfi.

Þátttaka í námsumhverfi

Með því að athuga aðgengi að og þátttöku flóttabarna og -ungmenna í fjölbreyttu námsumhverfi, þar með talið tómstundastarfi, svo og félagsleg tengsl þeirra, mun ESRCI verkefnið veita mikilvægar upplýsingar fyrir íslenskt og alþjóðlegt umhverfi um aðgengi og þátttöku og hvaða hindrunum flóttabörnin og -ungmennin mæta í námsumhverfi sínu.

Megingildi

Megingildi ESRCI verkefnisins fyrir stefnumótandi aðila og fagfólk í íslensku menntakerfi er að veita innsýn í reynslu flóttabarna og –ungmenna af námi, svo og þær hindranir sem þau upplifa, þátttöku þeirra í menntun og félagslega vellíðan.

ESRCI verkefnið

ESRCI verkefnið rannsakar reynslu flóttafólks frá Sýrlandi og Írak, sem kom til landsins á árunum 2016–2021. Í rannsókninni er athygli sérstaklega beint að börnum og ungmennum. Meðal viðfangsefna rannsóknarinnar eru menntun, annarsmálsfræði og tungumálanám, vellíðan, samfélagslegt net, traust og aðgengi að úrræðum og þjónustu.

New Frontiers ráðstefnan 2025

Rannsóknarteymi ESRCI hélt vel heppnaða alþjóðlega ráðstefnu, New Frontiers, um flóttafólk og hælisleitendur, með sérstakri áherslu á reynslu barna og ungmenna, dagana 31. október til 1. nóvember 2025.

Á ráðstefnunni var fjallað um samanburðarvíddir reynslu flóttafólks og skoðað hvernig þessi málefni hafa komið fram í mismunandi samhengi víðs vegar um heiminn.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar voru Laura Robson og Gry Paulgaard.

Styrkveitingar

Verkefnið hlaut Öndvegisstyrk frá Rannsóknasjóði Rannís árið 2023.